_DSC0214 (Large)

Tannréttingar er elsta sérgreinin innan tannlækninga. Tannréttingasérfræðingar eru sérmenntaðir tannlæknar sem stunda tannréttingar að námi loknu. Tannréttingasérfræðingar vinna náið með öðrum tannlæknum bæði hinum almenna tannlækni sem er jafnframt heimilstannlæknir viðkomandi og öðrum sérfræðingum innan tannlæknastéttarinnar. Vegna þess hve mikla yfirsýn á tannlækningum þarf til að geta sinnt tannréttingum er krafist að tannréttingasérfræðingur hafi lært almenna tannlæknisfræði í 6 ár áður en hann fer í sérnám í tannréttingum. Sérnám í tannréttingum er þriggja til fjögurra ára framhaldsnám við erlendan háskóla. Að námi loknu ber honum að sækja um sérfræðiviðurkenningu til Landlæknisembættisins.

Tannlæknir sem hefur lokið sérnámi í tannréttingum má fyrst kalla sig sérfræðing í tannréttingum eftir veitt leyfi frá Landlæknisembættinu.

Listi yfir starfandi tannréttingasérfræðinga á Íslandi sem hafa lokið ofangreindum kröfum og eru meðlimir í Tannréttingafélagi Íslands.